Nokkrum starfsmönnum Salaskóla var boðið til athafnar hjá Heimili og skóla við lok síðustu viku. Tilefnið var tilnefning til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2022 í flokknum „dugnaðarforkar“. Í umsögn með tilnefningunni kom fram að þær Guðlaug Björg Eiríksdóttir þroskaþjálfi og Gígja Jónsdóttir, með stuðningi frá …
Salaskóla hlotnaðist í gær sá heiður að fá Kópinn 2022, sem viðurkenningu fyrir verkefnið „Sköpun og tækni“. Kópurinn er viðurkenning Menntaráðs Kópavogsbæjar og er veitt árlega fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf. Við getum verið mjög stolt af því að þetta skólaár voru fjögur verkefni í …
Sápukúlugerð, reyksprengjur, Covid Break out, þrívíddargleraugu, fílatannkrem, geimflaugar, skordýraætur, könglarannsókn var meðal annars það sem í boði var fyrir nemendur á vísindadögum. Þetta var nú aldeilis fróðlegt, en bæði nemendur og starfsfólk skemmtu sér konunglega. Svo má auðvitað ekki gleyma að Vísindavilli kemur í heimsókn …
Við minnum á að mánudaginn 16.maí er skipulagsdagur í Salaskóla og því ekki skóladagur hjá nemendum. Frístundaheimilið er opið þann dag samkvæmt sérstökum skráningum og hafa foreldrar í 1.-4.bekk fengið tölvupóst um það frá Auðbjörgu. Útskrift 10.bekkinga verður föstudaginn 3. júní kl. 11. Skólaslit verða …
Verðlaunaafhending fjölgreindaleikana var haldinn í morgun í íþróttahúsinu. Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og öllum hinum sem tóku þátt 🙂